01. september 2014
CUBO arkitektar frá Danmörku flytja fyrirlestur um verk sín í Norræna húsinu sunnudaginn 7. september kl. 15:00. Á fyrirlestrinum sýna þeir svipmyndir af verkum stofunnar, með áherslu á ný verkefni, akkerisfestingu þeirra við hvern stað, landslagið og náttúruna, efniskennd náttúrulegra byggingarefna og gott handverk. En yfirskrift fyrirlestrarins er „kjölfesta“. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrými leyfir.
meira