Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Laurene Leon Boym

Hönnuðurinn Laurene Leon Boym heldur fyrirlesturinn "East modernism" í Opna listaháskólanum þriðjudaginn 18. október kl.12:05 í Skipholti 1, stofu 113.

Hönnuðurinn Laurene Leon Boym er fædd 1964 í New York. Hún útskrifaðist frá School of Visual Arts með BFA árið 1984, MID frá Pratt Institute 1993 og hefur verið starfandi sem hluti af Boym Partners Inc. frá 1995.

Laurene stofnaði samtök kvenniðnhönnuða 1992, var sýningarstjóri á sýningunni "Goddess In the Details" og stjórnaði samtökunum frá 1995-97. Hún hefur kennt við Parsons School of Design og í MFA hönnunarnámi við School of Visual Arts í New York. Meðal viðskiptavina hönnunarstofu Boym eru Alessi, Swatch, Flos, Vitra, Museum of the City of New York, Cooper-Hewitt National Design Museum og fjöldi annarra amerískra safna.

Hlutir af hönnun Boym Partners eru í safneigu MOMA í New York og voru þau einnig sigurvegarar í National Design Award árið 2009. Þau hafa unnið átta I.D. Magazine Annual Awards Design, þar á meðal "Best of Category" árið 2000 og tveimur Federal Design Achievement Awards.

Laurene Leon Boym mun í fyrirlestri sínum fjalla um verkefni sín og upplifun eftir að hún flutti frá New York til Doha, Qatar. Hönnunarstofan hefur komið af stað MFA hönnunarnámi í Mið-Austurlöndum þar sem hafa þau endurhannað og uppgötvað gleði hversdagsins með Mið-Austurlanda sniði. Það sem kom þeim í opna skjöldu á þessum nýja vinnustað þeirra og þau höfðu ekki gert ráð fyrir var menningarþurrð, efni og áhugaleysi á að selja og sýna hönnun. Hér verður sögð þeirra saga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.