Fyrirlestrar

Málþing | Norrænir arkitektar í þróunarsamstarfi



Hópurinn South of North heldur málþing í Norræna húsinu á fimmtudaginn 14. nóvember frá 16-19. Viðburðurinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis.

Síðasta áratug hafa ungir arkitektar, sérstaklega á Norðurlöndum, notað faglega þekkingu sína til að sporna við fátækt í þriðjaheims löndum. Reist bygging á fátæku svæði er stór birtingarmynd fyrir betri framtíð.

Dagskrá

16:00 Kynning á hópnum South of North
16:10 Verkefnakynningar teyma South of North
17:30 Kaffi
17:45 Hannes Lárusson listamaður heldur erindi
18:15 Halldór Eiríksson arkitekt hjá Tark og kennari í LHÍ heldur erindi
18:45 Samantekt
19:00 Spjall yfir hamborgurum á B5

Öll verkefnin eiga sameiginlegt að þáttakendur hafa tekið mið af og fengið hugmyndir frá byggingartækni á svæðinu og virðast deila einhverskonar sameiginlegum takti eða stíl. Þetta verkefni gerir þáttakendum kleift að setja arkitektúr í djúpa gagnrýni. Hvað færir okkar norræni bakgrunnur til verkefnanna? Til hverra er fagurfræðin að höfða til? Eru samnorræn einkenni í byggingunum okkar, ómeðvitað?

Hugmyndin að verkefninu sprettur af reynslu tveggja verkefna sem eru komin vel á veg: Kouk Khleang, Youth Center í Kambódíu eftir Komitu Arkitekta, Finnlandi og Econef barnaheimili í Tansaníu frá Asante Collective arkitektum, Svíþjóð.