Fyrirlestrar

Fyrirlestrarröð | Ný norræn byggingarlist

Norræna Húsið í Reykjavík skipuleggur syrpu fyrirlestra veturinn 2011-2012 sem hafa það að markmiði að kynna nýja norræna byggingarlist. Fyrirlestrarnir miðast við höfða til allra þeirra sem áhuga hafa á vandaðri byggingarlist og áhersla er lögð á að nálgast viðfangsefnið frá ýmsum sjónarhornum.

Á haustönninni mun Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt frá Basalt arkitektum ríða á vaðið þann 1.september með innsýn í meðal annars sundlaugina á Hofsósi sem vígð var fyrir ári síðan, Bláa Lónið og Lækningalind auk verkefnis sem er á teikniborðinu, 6.október mun Signe Kongebro deildarstjóri þróunardeildar um vistvænar lausnir frá Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn kynna ný verkefni sem tengjast vistvænni nálgun í nútímabyggingum, en þau unnu nýverið samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, og 17.nóvember segir Sigurður Einarsson frá Batteríinu arkitektum frá hugmyndafræði og mótun Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sem opnað var formlega á menningarnótt síðastliðinni.

Allir fyrirlestrar eru í aðalsal Norræna Hússins og hefjast klukkan 20. Aðgangur að fyrirlestrunum er ókeypis og allir eru velkomnir.



Sundlaug Hofsósi | Basalt arkitektar


Höfuðstöðvar Siemens í Munchen | Henning Larsen Architects


Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús | Batteríið arkitektar