Fyrirlestrar

Gestagangur í LHÍ | Dr. Peggy Deamer



Þriðjudaginn 4. febrúar kl.12:10 heldur Dr. Peggy Deamer, aðstoðardeildarforseti og prófessor í arkitektúr við Yale University og stjórnandi arkitektúrstofunnar Deamer Architects, erindið Practicing Practice. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, GESTAGANGI og er haldinn í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Allir velkomnir.

Peggy Deamer er aðstoðardeildarforseti og prófessor í arkitektúr við Yale University. Hún er jafnframt stjórnandi arkitektúrstofunnar Deamer Architects. Hún útskrifaðist með B.Arch. frá The Cooper Union og Ph D frá Princeton University.

Peggy Deamer hefur verið virk í fræðaskrifum meðfram kennslu og teiknistofurekstri. Hún ritstýrði bókunum Architecture and Capitalism: 1845 to the Present (Routledge), The Millennium House (Monacelli Press), Building in the Future: Recasting Architectural Labor (MIT Press) og BIM in Academia (Yale School of Architecture) ásamt Phil Bernstein. Meðal nýlegustu skrifa Deamer eru greinarnar “The Changing Nature of Architectural Work,” í Design Practices Now Vol II, The Harvard Design Magazine no. 33; “Detail Deliberation,” í Building (in) the Future: Recasting Labor in Architecture; “Practicing Practice,” í Perspecta 44 og “Design and Contemporary Practice” í Architecture from the Outside, sem ritstýrt var af hinum virtu Dana Cuff og John Wriedt.

Í rannsóknum beinir dr. Deamer sjónum sínum gjarnan að eðli arkitektúrfagsins og starfsþátta þess. Hún er stjórnarmeðlimur aðgerðarhópsins The Architecture Lobby.

Peggy Deamer heldur fyrirlesturinn í boði hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.