Arna Rún Gústafsdóttir grafískur hönnuður heldur fyrirlestur i Opna listaháskólanum miðvikudaginn 11.april kl.12:00 i hönnunar- og arkitektúrdeild, Skipholti 1, stofu 113
Arna Rún er 25 ára grafískur hönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2011. Síðasta sumar hlaut hún styrk frá Rannís til að vinna að verkefni við að greina og flokka, skrá og búa til flokkunarkerfi fyrir íslenskar bókakápur og veggspjöld frá síðustu öld. Verkefnið hlaut viðurkenningu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í febrúar síðastliðnum.
Í janúar síðastliðnum opnaði Arna ásamt þremur bekkjarsystrum sínum úr LHÍ Hönnunarstofuna Undralandið. Þær stöllur voru búnar að ræða hugmyndina fram og til baka í nokkurn tíma áður en þær ákváðu að slá til og sjá þær svo sannarlega ekki eftir því. Arna mun fjalla um hvernig það hefur verið að fara í gegnum ferlið við það að stofna hönnuarstofu og allt sem því fylgir, samstarfið og verkefnastöðuna.
Allir velkomnir.
undralandid.is