Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Helga Jósepsdóttir vöruhönnuður

 
 
Helga Jóseps vöruhönnuður heldur fyrirlestur í Opna listaháskólanum miðvikudaginn 7. mars kl.12:00 í hönnunar- og arkitektúrdeild Skipholti 1.

Helga útskrifaðist sem vöruhönnuður frá LHÍ vorið 2011 og starfar nú sem yfirmaður Domaine de Boisbuchet, sumarnámskeiða fyrir hönnuði og arkitekta á vegum Vitra Design Museum, í Frakklandi. Hún mun fræða okkur um sitt líf í hringiðu hönnunarheimsins, hvernig hún komst þangað og líf og störf í Boisbuchet.

Í sumar munu þau bjóða upp á ótrúlegt úrval af námskeiðun stýrðum af heimsþekktum hönnuðum og arkitektum frá öllum heimshornum. Þar á meðal má nefna Max Lamb, Simon Vélez, Sou Fujimoto, Sigga Heimis, Jaime Hayon, Gabriele Pezzini, Big Game, Company, Hlín Helga og Ronald Jones með Experience design, Moritz Waldemeyer með Electronic fashion, Rogers Strick Harbour & Partners_Architects, Matteo Zorzenoni, Tomas Kral, Mischer&Traxler, Katja Gruijers með food design, Nacho Carbonell og ýmsir fleiri.

Allir velkomnir HÖNNUNAR- OG ARKITEKTÚRDEILD LHÍ