Arkitektinn José Miguel Gómez Acosta verður í GESTAGANGI hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans mánudaginn 5.nóvember kl.12:15, fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
José Miguel Gómez Acosta er arkitekt og ritstjóri spænska arkitektatímaritsins Margenes Arquitectura. José hefur í gegnum fjölmargar heimsóknir sínar til hingað rannsakað og spurt til menningararfs í íslensku borgarsamhengi. Fyrr á þessu ári var tölublað Margenes Arquitecture tileinkað norrænum arkitektúr, þar á meðal íslenskum, þar sem hérlendum arkitektum voru gerð skil, ásamt nemendaverkum og ýmsum viðfangsefnum, þeirra á meðal hin áleitna fyrirbæri 101 Reykjavík.
Hinn dulræni miðbær Reykjavíkur hefur í augum margra sem hann heimsækja áleitið gildi. Borgin sem Jules Verne sá fyrir sér sem frosið kviksyndi, dæmt til eilífs roks er á okkar dögum einnig skoðaður sem einstakur gimsteinn í samhengi borgar og arkitektúrs. Lítið og dreift samfélagið hefur áhugaverðan ferskleika og sérstöðu. Án fordóma og laus við þungar klyfjar sögu til að styðja, umbreyta og smætta, lausa við vísun í minnisvörðun evrópskra stórborga. Þrátt fyrir og kannski í krafti einfaldleika síns, nær hún borgarkjarna af háum gæðum sem væri óhugsandi í sambærilegu samhengi evrópskrar byggðar.
Það sem raunverulega er aðlaðandi í miðbæ Reykavíkur nær gildi sínu í gegnum þessa sérstöðu. Því er eðlilegt að halda fram að arfinn þurfi að setja í samhengi umhverfis hverrar einingar, frekar en nauðsynlega að læsa sig í upprunalegum byggingartíma hennar. Þá hugmynd má taka enn lengra og skoða gildi arkitektúrarfsins sem fulltrúa tímabils. Arfurinn getur því aldrei verið eingöngu fagurfræðileg hugleiðing eða arkitektónísk eining, heldur hlýtur alltaf að vera hluti af stærra samhengi byggingarsögulegs tímabils.
Hin stóra áskorun við að varðveita fágæta nátturu landsins ætti ekki að vera slitin úr samhengi við þessi ágætu og fágætu gæði manngerðs umhverfis hér á landi, heldur þvert á móti skoða í gagnkvæmu samhengi. Reykjavík getur hjálpað okkur við að spyrja til og skilja betur hugmyndina um arf og vísun hans og í hann, bæði altækt og sértækt. Því er ekki óhugsandi að byrja strax að hugleiða 101 sem fyrirbæri sem ætti heima á heimsminjaskrá.
Allir velkomnir