Jurgen Bey er án efa einn af áhugaverðustu hönnuðum samtímans. Hann er hollenskur með aðsetur í Rotterdam. Jurgen Bey er í hópi þeirra hönnuða sem fyrst mynduðu Droog Design og komu Hollandi á kortið sem hönnunarlandi. Jurgen kennir við Hönnunarakakemíuna í Eindhoven og Royal College of Art í London.
Það sem einkennir Jurgen Bey einna helst er hugrekki. Hugrekki til að eltast ekki við viðteknar hugmyndir um hönnun. Hann er í senn óendanlega forvitinn og áhugasamur um mannlega hegðun, venjur og gildismat og síðast en ekki síst um þær sögur sem hlutir hafa að geyma.
Hann notast við gamla hluti í bland við ný efni og aðferðir. Þannig öðlast hlutirnir nýtt gildi og segja nýjar sögur.
Verk Jurgens vekja fólk til umhugsunar um gildi hluta, um fjöldaframleiðslu og yfirþyrmandi neyslu í þjóðfélaginu.
Jurgen Bey tók þátt ásamt samstarfsfólki sínu hjá Studio Makkink&Bey í verkefninu 8+8 MADE IN HAFNARFJÖRÐUR í september 2008 þar sem framleiðslufyrirtæki í Hafnarfirði voru í samstarfi við hönnuði við að þróa nýja vöru og skapa framleiðslu fyrirtækjannna sérstöðu.
Jurgen Bey er gestakennari við Listaháskóla Íslands.
www.jurgenbey.nl
|
|
Mikið fjölmenni var á fyrirlestrinum í Hafnarhúsinu
|