Fyrirlestrar

Einn fremsti tískuteiknari heims heldur fyrirlestur í LHÍFöstudaginn 17. janúar kl.12:10 heldur Cedric Rivrain, franskur fatahönnuður og einn fremsti tískuteiknari heims, erindi um verk sín í fyrirlestrarröð Hönnunar - og arkitektúrdeildar Listaháskóla Ísland, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal B.

Cedric Rivrain er talinn einn fremsti tískuteiknari heims í dag og hefur meðal annars unnið fyrir Dior, Hermés og Balenciaga. Teikningar hans einkennast af blöndu teiknimynda og líffærafræði ásamt mikilli áherslu á augu.

Cedric Rivrain er hér á landi í boði Hönnunar - og arkitektúrdeildar þar sem hann sinnir stundakennslu í fatahönnun.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.