Samkeppnir

Samkeppnisreglur Hönnunarmiðstöðvar Íslands

17. apríl 2020

Hugmyndasamkeppni Borgarlínu - svör við fyrirspurnum fyrri hluti

Borgarlínan í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um götugögn við Borgarlínustöðvar. Skilafrestur er 3. júní og hér eru svör við þeim fyrirspurnum sem bárust innan fyrri fyrirspurnafrests.
.
03. apríl 2020

Hugmyndasamkeppni um götugögn á Borgarlínustöðvar

Borgarlínan í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um götugögn við Borgarlínustöðvar. Skilafrestur er 3. júní og er markmið samkeppninnar að fá fram sterka heildarmynd fyrir Borgarlínustöðvar. .
15. mars 2019

Tilnefningar til FÍT-verðlaunanna 2019

Til­kynnt hef­ur verið um til­nefn­ing­ar til FÍT-verðlaun­anna 2019 sem eru veitt af Fé­lagi íslenskra teikn­ara. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri eða 370 talsins. Það er því ljóst að mikil gróska og kraftur er í faginu. .
22. febrúar 2019

Sex hópar valdir til þátttöku í hugmyndasamkeppni

Sex öflugir hópar völdust til þátttöku í hugmyndasamkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur gengst fyrir í samstarfi við Hönnunarmiðstöð um tækni- og sögusýningu í Elliðaárdal. .
25. janúar 2019

Hugmyndasamkeppni um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og umhverfi

Orkuveita Reykjavíkur í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til lokaðarar hugmyndasamkeppni, að undangengnu forvali, um sögu- og tæknisýningu í Elliðaárstöð og nánasta umhverfi hennar, nærliggjandi húsum í eigu OR og tengingu við útivistarsvæðið í Elliðaárdal.

.
12. október 2018

Samkeppnisúrslit | Verk í náttúru Þeistareykja

Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um tillögu að hönnuðu verki, eða listaverki, í nágrenni við jarðvarmastöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum. Úrslit voru tilkynnt þann 9. október í Hönnunarsafni Íslands. .
18. júní 2018

Niðurstöður úr fyrri hluta samkeppnar um verk að Þeistareykjum

Landsvirkjun í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efndi til hugmyndasamkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjastöðvar í lok mars. Nú er fyrri hluta keppninnar lokið en alls bárust tuttugu og þrjár tillögur. Fjórar tillögur hafa verið valdar til frekari útfærslu í seinni hluta keppninnar. .
14. maí 2018

Svör við spurningum vegna samkeppni um verk að Þeistareykjum

Landsvirkjun í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjastöðvar. Hér eru svör við þeim spurningum er bárust keppnisritara fyrir 17. apríl 2018. .
20. apríl 2018

Samkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjastöðvar

Landsvirkjun í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til hugmyndasamkeppni um hannað verk, eða listaverk, í nágrenni Þeistareykjastöðvar. Fyrirspurnum sem berast keppnisritara í fyrri hluta keppninnar þurfa að berast fyrir 17.apríl 2018, en þeim verður svarað fyrir 11. maí 2018. .
20. febrúar 2018

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ

Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka þrjár aðkomur að bænum. .
10. janúar 2018

Samkeppni um nýtt útilistaverk á vegg Sjávarútvegshússins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efnir til opinnar samkeppni um gerð útilistaverks á austurgafl Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4. .
28. febrúar 2017

Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Laugavegs og Skipholts

Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands auglýsa nú eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis við Laugaveg/Skipholt. Frestur til að sækja um í forvalið er til 6.mars. .
09. september 2016

Samkeppnisúrslit | Aðkomutákn fyrir Garðabæ

Nýtt aðkomutákn Garðabæjar, sem valið var eftir samkeppni á meðal hönnuða og myndlistarmanna, er fléttað saman úr þremur jafnstórum flötum römmum í þrívítt verk. .
09. september 2016

Samkeppni | Sundhöll Ísafjarðar

Ísafjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþrótta- og baðaðstöðu við Sundhöll Ísafjarðar.  Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Skilafrestur er til 8. desember. .
29. júní 2016

Hönnunarsamkeppni um nýbyggingu fyrir Alþingi

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Alþingis býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýja byggingu fyrir Alþingi á Alþingisreit. Skilafrestur tillagna er 25. október 2016. .
29. júní 2016

Samkeppnisúrslit | „Spot on Kársnes“ valin sem besta tillagan

Spot on Kársnes vann fyrstu verðlaun í samkeppninni Kársneshöfn – sjálfbær líftaug sem er hluti af The Nordic Built Cities Challenge, sem hleypt var á stokkinn þann 16. október 2015. .
28. júní 2016

Hugmyndasamkeppni um vistvænni skip

Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk nýorka efna til samkeppni til að stuðla að auknum áhuga á umhverfisvænum lausnum og nýsköpun í tengslum við orkunotkun, skipatækni, veiðarfæri og annan tækni- og hugbúnað um borð í skipum. Skilafrestur er til 1. september 2016. .
13. júní 2016

Skilafrestur í samkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands kynnti samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka aðkomu að bænum í lok mars á þessu ári. Nú er komið að skilum en frestur til að senda inn tillögu er til kl.12:00, fimmtudaginn 23. júní 2016. .
21. maí 2016

Hugmyndasamkeppni um aðkomutákn fyrir Garðabæ

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni / einkenni til að marka aðkomu að bænum. Skilafrestur tillagna er til 23. júní 2016. .
13. apríl 2016

Hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðisins í Grafarvogi. Skilafrestur er til 19. apríl 2016. .
08. apríl 2016

Kynningarfundur vegna hugmyndasamkeppni

Garðabær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni/einkenni til að marka aðkomu að bænum. Í tilefni af því er boðið upp á kynningarfund um Garðabæ í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, þann 13. apríl kl. 16.15. .
05. febrúar 2016

Niðurstaða úr samkeppni um nýtt einkennismerki Grafíu tilkynnt

Niðurstaða úr samkeppni um nýtt einkennismerki fyrir Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, verður tilkynnt föstudaginn 5. febrúar á degi íslenska prentiðnaðarins. .
20. janúar 2016

Vinningstillaga fyrir haustsýningu Hafnaborgar 2016 tilkynnt

Tillaga Rúnu Thors, iðnhönnuðs, og Hildar Steinþórsdóttur, arkitekts, varð fyrir valinu fyrir haustsýningu í Hafnarborg 2016. .
05. janúar 2016

Samkeppni um einkennismerki Grafíu

Grafía, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum, í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um einkennismerki fyrir félagið. .
04. nóvember 2015

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni á vegum Grafíu

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju einkennismerki fyrir Grafíu, stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. .
24. október 2015

Kársness svæðið í alþjóðlegri samkeppni

Alþjóðlegri samkeppni, Nordic Built Cities Challenge, um áskoranir á sex þéttbýlissvæðum á Norðurlöndum var hleypt á stokkinn þann 16. október. .
25. september 2015

Rýnifundur vegna Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis

Rýnifundur vegna Hugmyndasamkeppninnar um skipulag Efstaleitis verður haldinn mánudaginn 28. september klukkan 16 – 18 í matsal Listaháskóla Íslands í Þverholti 11. .
08. maí 2015

Forval í samkeppni um einkenni HönnunarMars 2016

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur fyrir samkeppni um hönnun einkennis HönnunarMars 2016. Fjórtán umsóknir bárust, sem lýstu áhuga á þátttöku í samkeppninni. .
29. apríl 2015

Samkeppni | Einkenni HönnunarMars 2016

Kallað er eftir umsóknum hönnuða eða hönnunarteyma sem hafa áhuga á að útfæra einkenni HönnunarMars 2016. Úr umsóknum verða valdir þrír hönnuðir eða teymi til að taka þátt í lokaðri samkeppni um einkennið. Sérstaklega er hvatt til þverfaglegrar samvinnu hönnuða. Sækja þarf um þátttöku fyrir kl. 12 á miðnætti mánudaginn 4. maí 2015. .
16. október 2014

Svör við fyrirspurnum vegna samkeppni um jafnlaunamerki

Hér má finna svör við þeim fyrirspurnum sem hafa borist á samkeppni@honnunarmidstod.is, vegna samkeppni um hönnun á nýju jafnlaunamerki. Hægt var að senda fyrirspurnir fyrir 14. október, en nú er sá frestur liðinn. Samkeppnin er opin öllum en veitt verða ein verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. fyrir bestu tillöguna. .
eldri samkeppnir