Fyrirlestrar

Fyrirlestur | Maureen Thomas

 
Maureen Thomas heldur fyrirlestur í Opna Listaháskólanum Skipholti 1, fimmtudaginn 7. október kl.12:05 í stofu 113

Maureen er leikskáld og leikstjóri og vinnur m.a. við rannsóknir á gagnvirkri sögugerð. Hún gegnir rannsóknarstöðu við University of Cambridge á sviði Skjámiðla, gagnvirkni og sviðslista (Screen Media, Interactivity and Performance).

Maureen sinnir ráðgjafar- og rannsóknarstörfum við fjölda háskóla í Bretlandi og á Norðurlöndum, leiðbeinir doktorsnemum í rannsóknartengdu listnámi, auk þess að hafa víðtæka reynslu af því að leiða alþjóðleg rannsóknarverkefni. Maureen mun fjalla um fjölþjóðlegt samstarfverkefni á mótum vísinda og lista sem hún leiddi fyrir University of Cambridge á tímabilinu 2004-2007, New Millenium, New Media (nm2). Verkefnið fjallaði um tilraunir og rannsóknir á möguleikum gagnvirkra miðla. Tólf samstarfsaðilar frá sex löndum komu að verkefninu sem hlaut styrk frá 6. Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.

Maureen er á Íslandi í boði hönnunar- og arkitektúrdeildar að kynna kvikmyndamiðilinn fyrir nemendum í arkitektúr. Markmið verkefnisins er að þjálfa arkitektanema í að nota hreyfimyndagerð til að rannsaka arkitektúr og upplifun rýma í borginni.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

http://www.facebook.com/event.php?eid=136302669750125&ref=ts