Fyrirlestrar

Málþing | Skapandi verklag í tæknivæddum samtíma

HVERNIG GETUM VIÐ BÆTT LISTRÆNT STARFSNÁM OG AUKIÐ TENGSL ÞESS VIÐ ATVINNULÍFIÐ?

Á síðustu árum hefur framleiðsla í sí auknum mæli færst frá Evrópu, en um leið hafa kröfur orðið háværari, um betri og hugvitsamlegri nýtingu hráefna á þeim stað þar sem þeirra er aflað. Í dag er samsetning á útflutningi Íslendinga svipuð og þjóða sem hafa mun lægra menntunarstig, Þó hafa útflutningsverðmæti tölvuleikjafyrirtækja vaxið hraðar en annarra greina á síðustu árum. Getum við framleitt áhugaverða og framsækna vöru sem er úr íslenskum hráefnum, byggða á kunnáttusamlegu verklagi, sögu okkar og arfleið?

Málþing um kennslu skapandi greina fer fram dagana 16.-17. september 2011. Málþingið er ætlað kennurum og skólastjórnendum og þeim sem koma að stefnumótun í menntamálum, fræðimönnum og fólki úr viðskiptalífinu.

Á ráðstefnunni verður fjölbreyttur hópur erlendra og innlendra fyrirlesara sem fjallar um þróun og kennslu skapandi greina og tengsl þess við atvinnulífið og samfélagið.

Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku.
Vinsamlegast staðfestu mætingu fyrir 9. september 2011 í netpósti malthing@mir.is eða í síma 551 1990.
Athuga takmarkaður sætafjöldi.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesarana og dagskrá er að finna á slóðinni: http://www.myndlistaskolinn.is/node/918

Málþingið er hluti af Evrópuverkefninu KnowHow2 og er styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.