Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun fjallar um
táknmál stjórnmála á veggspjöldum, ljósmyndum og merkjum. Farið verður
yfir helstu þætti í klassísku myndmáli mótmæla og það borið saman við
það sem hefur verið að gerast á Austurvelli, en Guðmundur Oddur hefur
safnað myndmáli frá atburðum liðinna vikna.
Fyrirlesturinn fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20:00.