Fyrirlestrar

Gestagangur í LHÍ | Salvör Jónsdóttir um borgarbúskap



Þriðjudaginn 16. september kl. 12.10 heldur Salvör Jónsdóttir erindið “Urban agriculture – Private produce for the public good” í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listahákóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Borgarbúskapur ( e. Urban Agriculture) er ekki nýtt fyrirbæri, engu að síður kunna vinsældir hans meðal mismunandi þjóðfélagshópa, m.a. þeirra meira velmegandi, aldrei hafa verið jafnmiklar og nú víða um heim. Vinsældir matvælaræktar í Reykjavík dvínuðu nokkuð í góðærinu en eftir hrun hafa þær aukist til muna. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort þessi áhugi eigi eftir að haldast til frambúðar.

Algengt er að borgarbúskapur sé stundaður í samfélagsreknum görðum þar sem fólk þarf ekki aðeins að vinna náið með umhverfinu heldur einnig hvert með öðru. Því er áhugavert að velta fyrir sér hvort núverandi tískubylgja fyrir ræktun í þéttbýli skili sér í aukinni meðvitund almennings fyrir sjálfbærri þróun.

Salvör Jónsdóttir er skipulagsfræðingur að mennt og hefur unnið að kennslu, rannsóknum og margþættum störfum á sviði skipulagsmála. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

www.lhi.is