Á liðnu ári setti Norræna ráðherranefndin af stað svokölluð „kyndilverkefni“ á þeim sviðum sem nefndin telur mest knýjandi fyrir framtíð atvinnu- og nýsköpunar á Norðurlöndunum.
Verkefni um „grænan hagvöxt og velferð“ er eitt þeirra verkefna sem lýtur forystu Íslands og er á ábyrgð iðnaðarráðuneytis. Formaður verkefnisstjórnar er Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Markmið verkefnisins er að greina hvernig nýsköpun getur verið hvati nauðsynlegra umbreytinga á ríkjandi hagkerfa, yfir í hagkerfi sem byggja á sjálfbærum hagvexti sem staðið geta undir velferð og lífsgæðum íbúa.
Alþjóðleg ráðstefna um verkefnið verður haldin á Hilton, þann 24. maí frá kl. 9:00 – 12:30.
Skráning á ráðstefnuna fer fram
hér.
Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna
hér.
Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
Aðgangur er ókeypis.