Fyrirlestrar

Gestagangur LHÍ | Ferill í samhengi með Thomas Vailly



Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 12.10 Thomas Vailly erindið Ferill í samhengi í fyrirlestraröð Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI, í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Hönnun Thomas Vailly liggur á mörkum vísinda og menningar. Í verkum sínum skoðar Vailly framleiðsluiðnaðinn, og þá sér í lagi í samhengi fjöldaframleiðslu og neyslu. Hann leitast við að kollvarpa dæmigerðum framleiðsluferlum verksmiðjuiðnaðarins og nota lágtækni og náttúruleg ferli í staðinn. Áhugi Vailly á framleiðsluferlum og umbreytingu efna kviknaði þegar hann nam vélaverkfræði í tækniháskólanum í Compiègne í Frakklandi. Þessi áhugi þróaðist svo á meðan mastersnámi hans stóð við Design Academy Eindhoven þar sem hann sökkti sér enn frekar í vangaveltur um framleiðslukerfi og neyslu.


Thomas Vailly

Vailly var einn sýningarstjóra C-Fabriek (DDW12, Eindhoven), hönnunarsýningar sem beindi sjónum að nýjum hönnunarferlum og lágtækniframleiðsluaðferðum. Árið 2013 hlaut Vailly, ásamt Itay Ohaly og Christian Fiebig, Frame Moooi hönnunarverðlaunin fyrir verkið Impulsive furnishing unit. Undanfarið hefur Vailly verið upptekinn af jarðfræðilegum og náttúrulegum ferlum en hann og Laura Lynn Jansen hafa unnið að því að „rækta“ steingripi í heitum laugum og búa þannig til nýja steingervinga.



Hádegisfyrirlesturinn er í sal A í húsnæði Hönnunar- og arkitektúrdeildar að Þverholti 11. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.
www.vailly.com