Fyrirlestrar

Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar | Hugmyndahús Háskólanna





Markmiði Hugmyndahússins er að skapa a.m.k. 50 fyrirtæki sem veita a.m.k. 500 manns atvinnu á tveimur árum. Þegar hafa verið stofnuð um 30 fyrirtæki sem veita tæplega 100 manns atvinnu. Erlendir og innlendir fjárfestar hafa heimsótt Hugmyndahúsið til að leita að spennandi fjárfestingatækifærum.

Verkefnastjórarnir Gunnar Karl Níelsson, MBA og Daníel Björnsson, myndlistarmaður kynna starfsemi og hugmyndafræði Hugmyndahúss Háskólanna. Einnig verða tekin dæmi úr starfi Hugmyndahússins.

Hugmyndahús Háskólanna er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands þar sem hönnun, listir, viðskipti og tækni mætast. Með verkefninu vilja skólarnir bregðast við ástandinu sem skapast hefur í þjóðfélaginu, grípa þau tækifæri sem felast í efnahagsástandinu og leggja sitt af mörkum til þess að gefa fólki tækifæri á að skapa í víðasta skilningi þess orðs.

Gunnar Karl Níelsson er MBA, kennari í HR og með víðtæka reynslu út atvinnulífinu
Daníel Björnsson er myndlistarmaður og kennari í LHÍ







Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.