Fyrirlestrar

Marcos Zotes og Shadow Creatures í Toppstöðinni 2. mars.



Toppstöðin, orkuver hugvits og þekkingar heldur opna laugardagsfyrirlestra fyrsta laugardag í hverjum mánuði í vetur frá kl. 11-13. Næstkomandi laugardag, 2. mars, munu Marcos Zotes og Shadow Creatures kynna verk sín.

Marcos Zotes e
r arkitekt frá Madrid, sem býr og starfar í Reykjavík. Marcos er eigandi UNSTABLE, þverfaglegri hönnunar- og tilraunastofu sem hefur að meginmarkmiði að kanna félagslegar og pólístískar hliðar arkitektúrs í borgarlandslagi. Með því að styðjast við nútíma tækni, þverfaglega nálgun og samstarf við íbúa skora verk hans á takmarkanir opinberra staða og koma á möguleika fyrir samskipti manna og þátttöku í borgarlandslaginu.

Marcos Zotes lærði arkitektúr í Columbia University í New York og London Metropolitan University. Verk hans hafa verið sýnd á fjölda bæjarhátíða, safna, gallería og uppákoma bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Þekktust er þátttaka hans í 13. Arkitektúr Biennale hátíðinni í Feneyjum á Ítalíu og í TEDx í New York. Í fyrirlestrinum er gefin innsýn í hina þverfaglegu sköpun í UNSTABLE, þar sem mistökum er tekið fagnandi sem óhjákvæmilegum en umfram allt jákvæðum þætti vinnunnar.

Shadow Creatures
er íslenskt fatahönnunarfyriræki sem var stofnað árið 2010 af systrunum Sólveigu Rögnu og Gunnhildi Eddu Guðmundsdætrum. Í fyrirlestrinum mund Edda fara yfir farinn veg hjá systrunum og tala þá sérstaklega um þá þætti sem hjálpuðu og hömluðu við rekstur fyrirtækisins. Það er stórt og marghliða verkefni að stofna fatahönnunarfyrirtæki og áhugvert að skoða þá úrræðamöguleika sem eru í boði fyrir svona ung fyritæki á Íslandi.

Mynd: PIXEL CLOUD eftir Marcos Zotes, opnunaratriði Vetrarhátíðar 2013. Ljósmyndari: Roman Gerasymenko