Fyrirlestrar

Fyrirlestur með barnabarni Eames hjónanna í Pennanum


Charles og Ray Eames.

Í tilefni sýningarinnar „Eames by Vitra“ stendur Penninn, Skeifunni 10, fyrir fyrirlestri með Eames Demetrios, sem er barnabarn hjónanna Charles og Ray Eames.

Á fyrirlestrinum verður farið yfir sögu og hönnun Eames hjónanna, en að honum loknum er gestum boðið að skoða sýninguna sjálfa og njóta þar léttra veitinga.

Eeames Demetrios heldur fyrirlestur sinn tvisvar:

17.september klukkan 16:00 - 17:00
18.september klukkan 12:00 - 13:00 (boðið verður upp á súpu og brauð áður en fyrirelsturinn hefst)


Eames Demetrios.


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem allra fyrst með því að senda póst á netfangið inga@penninn.is.

Hægt er að lesa meira um Eames fjölskylduna á heimasíðu Pennans, www.penninn.is.