Arkitektarnir Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá
arkitektastofunni KURT&PÍ flytja fyrirlestur um verk sín nk.
fimmtudag 4. nóvember kl. 20 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur.
Kurtogpí nálgast öll sín verkefni í þeirri trú að lausnin sé falin í umhverfinu, manngerðu og nátturulegu jafnt sem félagslegu og sögulegu.
Lausnin er dregin fram í arkitektúr sem bæði undirstrikar ogtalar við umhverfið og elur á tilfinningu og ábyrgð fyrir því.
Í arkitektúr sem býr til pláss fyrir þann sem nýtur hans, fyrir hans eigið ímyndunarafl og skynjun á umhverfinu, nær og fjær.
Kurtogpí er ein af áhugaverðustu arkitektastofum landsins, stofnuð 2004 af þeim Ásmundi Hrafni Sturlusyni og Steinþóri Kára Kárasyni arkitektum. Stofan hefur unnið að verkefnum innanlands og utan og verkefnin spanna allt frá hönnun innréttinga til stórra verkefna á borð við Menntaskóla Borgarfjarðar, sem hlaut nýverið menningarverðlaun DV og komst í úrslit Architectural Review um AR Emerging Architecture awards 2009.
Samhliða rekstri stofunnar hafa Ásmundur og Steinþór verið virkir kennslu við Arkitektúr- og Hönnunardeild Listaháskóla Íslands sem stundakennarar. Steinþór var fagstjóri í arkitektúr 2004-2006 og gegnir nú stöðu prófessors í arkitektúr við deildina.
kurtogpi.is
listasafnreykjavikur.is