Fyrirlestrar

Agile Ísland | Ráðstefna um nútíma stafræna vöruþróun



Agile Ísland, ráðstefna fyrir fólk í hugbúnaðargeiranum, verður haldin 11. nóvember næstkomandi á Nordica frá kl. 8.15-17.30.

Þetta er stærsta ráðstefnan hingað til, en yfirskrift hennar er „nútíma stafræn vöruþróun“.

Í ár verða 13 alþjóðlegir fyrirlestrar, úrval af námskeiðum dagana 9-12. nóvember og opin rými, auk þess sem þriðja brautin, Hönnun, er kynnt í viðbót við Fólk og Tækni.
 
Agile Ísland er ráðstefna fyrir forritara, hönnuði, vörustjóra, Scrum mastera, verkefnastjóra, prófara og stjórnendur í hugbúnaðargeiranum.

Nánar um fyrirlesara, námskeið og annað á vef Agile Ísland.

Smelltu hér til að kaupa miða.