Fyrirlestrar

Fyrirlestur í LHÍ | Þvers & kruss með Guðrúnu Lilju



Miðvikudaginn 29 október kl. 12.10 heldur Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir erindið Þvers & kruss í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Í fyrirlestrinum mun Guðrún Lilja fjalla um hvernig menntun hennar og reynsla hefur leitt í ljós að ákveðinn hreyfanleika er að finna milli faggreina. Þegar þær vinna saman verða til áður óþekktar lausnir. Leikvöllurinn er skýr og aðferðafræðin sem notuð er brúar bil á milli tækni, viðskipta og sköpunar.

Guðrún Lilja er með MPM, meistarpróf í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og BA í iðnhönnun frá Design Academy Eindhoven ásamt því að hafa lokið burtfararprófi í húsgagnasmíði úr Tækniskólaunum í Reykjavík. Frá árinu 2005 hefur Guðrún rekið hönnunarfyrirtækið Studiobility, stofnað vörumerkið Bility og tekið að sér margvísleg verkefni fyrir erlenda og innlenda aðila.

Hún hefur þróað og leiðbeint á námskeiðum við Listaháskóla Íslands, haldið fjöldan allan af fyrlestrum og verið prófdómari bæði hérlendis og erlendis.

Umfjallanir um verk hennar hafa birst víða um heim í helstu bókum, tímaritum og vefmiðlum sem fjalla um strauma og stefnur í hönnun.