Dansk- íslenska viðskiptaráðið býður til síðdegisfundar miðvikudaginn 27. nóvember kl. 16.00-17.30 á Grand Hótel Reykjavík. Á meðal þeirra sem halda erindi Gunnar Hilmarsson eigandi og hönnuður Freebird Clothes og Jón Pálsson frá Saltverk. Skráning er hafin en frítt er á fundinn.
Íslensk fyrirtæki hafa mörg hver reynt fyrir sér í Danmörku en gengið misvel. Hvað þarf til að vel gangi? Hvað getum við lært af Dönum?
Dagskrá
Mette Kjuel Nielsen, nýr sendiherra Danmerkur á Íslandi
Salt í grautinn
Árangur í Danmörku, hvað þarf til?
Jón Pálsson, Saltverk
Hvað getum við lært af Dönum ? Eiga íslenskir hönnuðir möguleika í DK?
Gunnar Hilmarsson eigandi og hönnuður Freebird Clothes
Þjónusta Íslandsstofu fyrir fyrirtæki á leið til Danmerkur
Erna Björnsdóttir- Íslandsstofu
Fundarstjóri: Sverrir Sverrisson
Skráning
hér.
Mynd: úr vetrarlínu Freebird 2013.