Fyrirlestrar

Frá lambi til lopa | Hádegiserindi Toppstöðvarinnar

Hulda Hákonardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Ístex flytur erindi um ull í Toppstöðinni, Rafstöðvarvegi nk. miðvikudag 7. mars kl. 12:10 

Erindið fjallar um ferðalag ullarinnar frá því að hún er sótt til bónda og þar til hún er tilbúin í hillur verslana. Ístex kaupir ull beint frá bændum og framleiðir handprjónaband, vélprjónaband, vefnaðarband, gólfteppaband og ullarteppi úr íslenskri ull. Ístex gefur auk þess út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun.

Erindið er liður í erindaröð Toppstöðvar og Samtaka iðnaðarins um íslenska framleiðslu, hráefni, vinnslu og vöruþróunarmöguleika.

Allir eru velkomnir og hönnuðir hvattir til að koma.

toppstodin.is

si.is

istex.is