Fyrirlestrar

Gaman í alvörunni | Fyrirlestur um styrki og styrkumsóknir



Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni, á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar, hefst að nýju mánudaginn 31. ágúst í Setri skapandi greina við Hlemm.


Í hverjum mánuði verða haldnir líflegir og fræðandi viðburðir um ólík málefni sem öll tengjast verkefnum frumkvöðla. Allir viðburðir verða kl 16-18.

Á fyrsta fyrirlestri haustsins verður fjallað um styrki og styrkumsóknir. Ýmsir möguleikar eru í boði varðandi styrki fyrir frumkvöðla hér á landi og nokkrir af stærstu styrkjunum opna fyrir umsóknir fljótlega í haust. Farið verður yfir ýmsa sjóði, m.a. Hönnunarsjóð, Átak til atvinnusköpunar, Atvinnumál kvenna, Tækniþróunarsjóð, Creative Europe og aðra möguleika í innlendum og erlendum styrkjum.

Að erindum loknum geta gestir fengið leiðbeiningar við umsóknir og pantað tíma í handleiðslu hjá verkefnastjórum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Vinnustofur eru öllum þátttakendum opnar, en þó er takmarkaður sætafjöldi og því nauðsynlegt að skrá sig.

Léttar veitingar í boði.

Hægt er að skrá sig á viðburðina hér.
Viðburður á facebook.

Dagskrá Gaman í alvörunni í vetur

31. ágúst - Styrkir og styrkumsóknir
24. september - Sniðug lausn í gerð viðskiptaáætlana - Business Model Canvas
22. október - Nýir tímar, nýir miðlar - Efnismarkaðssetning/Content marketing
12. nóvember - Lyftukynningar - vinnustofa
10. desember - Fjármögnun viðskiptahugmynda og lítilla fyrirtækja