Fyrirlestrar

SmallTalks | „Bæði og“ með Studio Granda



Á fyrirlestri SmallTalks í Hörpu, þriðjudaginn 24. janúar kl. 20:00, skyggnumst við inn í hugarheim Studio Granda, arkitektastofu Margrétar Harðardóttur og Steve Christer, sem vann á dögunum fyrstu verðlaun í samkeppni um nýbyggingu á Alþingisreit.
 
Fyrsta stóra verkefni stofunnar var hönnun Ráðhúss Reykjavíkur en Studio Granda var stofnað árið 1987 í kjölfar samkeppni um húsið. Síðan þá hefur stofan haft þó nokkur áhrif á hið byggða umhverfi höfuðborgarinnar því eftir hönnun Ráðhússins vann hún samkeppni um Dómhús hæstaréttar, nýtt Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og nú munu hún setja svip sinn á sjálfan Alþingisreitinn.


Margrét Harðardóttir og Steve Christer.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

 
Verkefni Studio Granda hafa verið tilnefnd til virtra verðlauna á borð við Mies van der Rohe og hlotið fjölda viðurkenninga.
 
Á fyrirlestrinum verður farið yfir nokkur viðfangsefni síðustu 30 ára og þau rædd frá sjónarhornum byggingarlistar, umhverfis, samfélags, menningar og skynjunar.

www.studiogranda.is

SmallTalks er fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Fyrirlestrarnir fara fram í Kaldalóni, sal á fyrstu hæð í Hörpu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.