Fyrirlestrar

Lýðheilsa og skipulag | Fyrirlestraröð



Arkitektafélag Íslands í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta, Umhverfisráðuneytið
og Norræna húsið, heldur fyrirlestraröðina "Lýðheilsa og skipulag".

Á HönnunarMarsi 2009 var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þriggja daga málþing sem bar sama heiti.
Vegna fjölda áskorana var ákveðið að endurtaka leikinn.

Að þessu sinni verður fyrirlestraröðin haldin í Norræna húsinu miðvikudagana 14., 21. og 28. apríl
kl. 17-19.  Flutt verða um fimm stutt erindi hverju sinni.

Flytjendur næstkomandi miðvikudag 14. apríl eru: Arnar Þór Jónsson arkitekt, Þráinn Hauksson
landslagsarkitekt, Gestur Ólafsson arkitekt, Kristbjörg Traustadóttir landslagsarkitekt og
Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur.

Sjá heimasíðu Arkitektafélags Íslands : www.ai.is