HönnunarMars

 

Heimasíða HönnunarMars | www.honnunarmars.is

Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

Hátíðin spannar vítt svið, þar sýna helstu hönnuðir þjóðarinnar það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. HönnunarMars er uppskeruhátíð, þar fara fram viðskiptastefnumót íslenskra og erlendra fyrirtækja við fyrirtæki hönnuða, hann hvetur til samstarfs og þar verða ný stefnumót.

Í HönnunarMars felast tækifæri til þróunar, mennta og nýsköpunar. Síðast en ekki síst felast í honum gríðarleg tækifæri til kynningar á Íslandi. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.

Nánar á heimasíðu HönnunarMars.

400 hönnuðir og arkitektar með viðburði

Ríflega 100 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar ár hvert. Þar á meðal sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með hverju ári og tekur þátt í HönnunarMars.

Nánar á heimasíðu HönnunarMars.

DesignTalk markar upphaf HönnunarMars

Einn af aðalviðburðum HönnunarMars ár hvert er fyrirlestradagurinn DesignTalks og markar hann upphaf hátíðarinnar. Markmið Hönnunarmiðstöðvar er að hanna dag, þar sem þeir sem fylgjast vel með helstu straumum og stefnum í hönnun, viðskiptum og tækni geta ekki látið fram hjá sér fara. DesignTalks verður haldið á fimmtudeginum 23. mars 2017.

Nánar á heimasíðu HönnunarMars.

Kaupstefnan DesignMatch

Á HönnunarMars stendur Hönnunarmiðstöð fyrir kaupstefnunni DesignMatch í samstarfi við Norræna húsið. Verkefninu hefur verið hleypt af stokkunum fimm sinnum en það hefur mælst vel fyrir meðal hönnuða og þeirra fyrirtækja sem tekið hafa þátt.

Á DesignMatch gefst íslenskum hönnuðum tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að skapa íslenskri hönnun brautargengi á einum mikilvægasta markaði Íslands, Norðurlöndunum.

Fulltrúar fyrirtækja sem komið hafa á kaupstefnuna DesignMatch á HönnunarMars eru t.d. Iittala, One Nordic, Norrmann Copenhagen, STORM, Wrong for HAY, Monoqi, Muuto, Offecct, HEM  og One Collection. Á undanförnum árum hefur fjöldi samninga verið gerður á milli íslenskra hönnuða og erlendra kaupenda.

Nánar á heimasíðu HönnunarMars.

Á HönnunarMars býðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur. Hátíðin er orðin mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mjög mikið fyrir þátttakendur.

Sjáumst á næsta HönnunarMars!


www.honnunarmars.is