Fyrirlestrar

Vinnustofa | Að velja markað til útflutnings - upphafsskrefin



Að velja markað til útflutnings - upphafsskrefin Þegar hugað er að útflutningi er mikilvægt að vita hvaða markaður hentar best þeirri vöru og/eða þjónustu sem á að markaðsetja til að hámarka árangurinn.

Mark Dodsworth, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Europartnerships sem staðsett er í Bretlandi mun stýra vinnustofu sem miðar að því að svara öllum þeim spurningum sem skipta máli þegar velja á nýjan markað. Einnig skoðar hann hvernig er best að standa að upplýsingaöflun út frá mismunandi aðferðum og koma þeim upplýsingum í góða inngönguáætlun á valdan markað.

Mark hefur 25 ára reynslu í því að rannsaka markaði og hefur Íslandsstofa haft góða reynslu af hans störfum í meira en tíu ár.

Vinnustofan fer fram þann 14. nóvember kl. 08:30 – 12:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Aðgangseyrir er 7.900 kr. og eru námskeiðsgögn innifalin í verðinu.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Skráning fer fram á netfanginu islandsstofa@islandsstofa.is

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Nánari upplýsingar veita: Björn H. Reynisson, bjorn@islandsstofa.is og Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is