Fyrirlestrar

Höfnin 19. desember 2013



Höfnin er innblásturstími fyrir hönnuði, teiknara, hugsuði, kúnna, vini og alla þá sem hafa áhuga. Höfnin hefur aftur göngu sína fimmtudaginn 19. desember á Gamla Gauknum kl 20. Að þessu sinn munu Plain Vanilla, Vík Prjónsdóttur og HAF stúdíó segja frá verkefnum sínum.

Tilgangur kvöldanna er að hittast, spjalla, hugsa og hvetja. Kvöldin eru byggð upp á þremur fyrirlestrum eftir mismunandi einstaklinga úr hönnunargeiranum, allt frá grafískum hönnuðum, vöruhönnuðum yfir í fatahönnuði, myndskreytara, arkitekta o.s.frv.

Nýja heimili Hafnarinnar er Gamli gaukurinn. Þar er hefð fyrir mikilli gleði og sköpunargleði. Komdu og gefðu ímyndunaraflinu jólagjöf. Frábærir fyrirlestrar, ískaldur bjór og góður félagsskapur. Hittumst þar fimmtudaginn 19. des og drekkum inn hönnunarandann.

Dagskráin er styrkt af Gagarín.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu FÍT.
Hér er Facebook viðburðurinn fyrir Höfnina 19. desember.