Fimm ungir arkitektar fjalla um nýja möguleika í arkitektúr þar sem áhersla er lögð á gæði en ekki magn, í Fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram nk. fimmtudag 8. apríl kl. 20 í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Arkitektarnir Ástríður Magnúsdóttir, Bjarki Gunnar Halldórsson, Helgi Steinar Helgason, Hildur Gunnlaugsdóttir og Hildur Steinþórsdóttir fjalla um nýja möguleika í umhverfinu þar sem lögð er áhersla á gæði en ekki magn. Ferskleiki, bjartsýni og sköpunargleði eru þar höfð að leiðarljósi.
Ástríður, Helgi og Bjarki stunduðu nám við Arkitektaskólann í Árósum en Hildur G. og Hildur S. við Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn.
www.skyggnifrabaert.is