Fyrirlestrar

Ráðstefnan Breiðgötur | Lykilfyrirestur á fimmtudagskvöld kl. 20



Fimmtudaginn 26. september kl. 20:00 flytur Liza Fior fyrirlestur um hvernig stofnbrautir og umferðaræðar geta stuðlað að gæðum nærumhverfis. Í fyrirlestrinum fjallar Liza um stefnumótandi áætlunina fyrir London, High Street 2012, sem fól í sér að styrkja megin umferðaræð frá miðborg Londonar til nýja ólympíusvæðisins. Ráðstefnan Breiðgötur fer fram í Þverholti 11, fyirlestrasal A og eru allir velkomnir.

Fyrirlesturinn heitir á ensku "Registration of the local and the Value of Keeping Things Uneven" Í fyrirlestrinum fjallar Liza um stefnumótandi áætlunina fyrir London, High Street 2012, og þau verkefni sem muf arkitektar unnu að, en áætlunin fól í sér að styrkja megin umferðaræð frá miðborg Londonar til nýja ólympíusvæðisins. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ferðaleið sem áfangastað, samvinnu við hönnuði umferðarskipulags, mikilvægi þessa að meta og vega kostnað og viðhorf við hönnunar.

Liza Fior er stofnandi stofunnar muf architecture/art. Stofan sérhæfir sig í verkefnum sem einblína á snertifleti hins félagslega og hins byggða í borgarumhverfinu og mót einka- og almenningsrýma. Stofan hefur hlotið Evrópuverðlaun fyrir hönnun almenningsrýma og verið tilnefnd til m.a. Mies Van de Rhoe verðlaunanna. Verkefni stofunnar spanna vítt svið, frá borgarskipulagi, að borgarrannsóknum, smærri innsetningum, byggingum, landslagshönnun og tengslum þess alls, í smærri og stærri kvarða heildarinnar.

Liza Fior er lykilfyrilesari á ráðstefnunni Breiðgötur/hringbrautir og borgarmörk í Evrópu á 20. og 21. öldinni. Ráðstefnan er samstarfsverkefni hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans, sagnfræðideild Háskóla Íslands, arkitektúrdeild Université Libre de Bruxelles og umhverfis- og skipulagssviði Reykjavikur.

Seinni hluti ráðstefnunnar fer fram föstudaginn 27. september kl. 9:00- 16:30. Fyrirlestur Lizu og ráðstefnan fer fram í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeilda Listaháskólans að Þverholti 11, Sal A. Aðgangur er ókeypis.