Fyrirlestrar

Tom Kelley hjá IDEO heldur fyrirlestur í Háskólabíó



Tom Kelley, einn eigenda IDEO og höfundur metsölubókanna Creative Confidence og The Art of Innovation, heldur fyrirlestur í hádeginu fimmtudaginn þann 28. ágúst. Fyrirlesturinn er haldinn frá kl.12:00-13:00 í Háskólabíó og aðgangur er ókeypis.


Á fyrirlestrinum mun Kelley fjalla um kjark til sköpunar út frá bókinni Creative Confidence, sem jafnframt kemur út á íslensku í þessari viku. Íslenska útgáfan nefnist Sköpunarkjarkur og kemur Kelley til með að árita hana að fyrirlestri loknum.

„Það er almennt viðurkennt að nýsköpun og skapandi hugsun séu drifkrafturinn að baki árangri fyrirtækja og einna verðmætustu eiginleikar leiðtoga á okkar dögum. Við þurfum ekki öll að vera listamenn en við getum verið skapandi lögfræðingar, læknar, framkvæmdastjórar eða sölumenn.“

Sem fyrr segir er aðgangur ókeypis, en skráning á fyrirlesturinn fer fram hér.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.



Nánar um Tom Kelley
Nánar um Creative Confidence (ísl. Sköpunarkjark)

Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Símann, Háskóla Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands.





Myndir: Forlagið.