Fyrirlestrar

Málþing á HVÍ 2016 | Eru lög um höfundarrétt úrelt?



Á málþingi um höfundarrétt í Safnahúsinu 6. október verður sjónum beint að höfundarrétti hönnuða og arkitekta. Hver er þróunin í höfundarréttarmálum, hvernig er hægt að verja höfundavarið efni, hversu lengi eiga réttindin að vara og hver er leiðin fram á við? Og að lokum, hvar liggur línan milli réttinda, laga og siðferðis?

Málþingið er haldið samhliða Hönnunarverðlaunum Íslands, en verðlaunin verða afhend að málþingi loknu.

Það er ekki ný saga að brotið sé á höfundarrétti og að eigendur höfundarréttar þurfi stöðugt að verja hann. Í heimi internets, hraða og auðveldrar afritunar hafa forsendur breyst á þann veg að létt er að nálgast höfundarvarið efni og taka ófrjálsri hendi, en það er líka einfalt að komast að því þegar efni er hlaðið niður.

Höfundarréttur varir í 70 ár eftir andlát höfundar og spurning hvort eðlilegt sé í nútímasamfélagi að erfingjar höfundarréttar haldi réttinum svo lengi.

Frítt er inn, en óskað er eftir skráningu.



Safnahúsið | 6.10 | Kl. 15.30-17.30

Ávarp

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ

Örfyrirlestar

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður
Kristín Atladóttir, menningarhagfræðingur
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur Myndstefs
Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu
Dóra Ísleifsdóttir, prófessor og fagstjóri í MA námi í hönnun

Umræður

Kristín Atladóttir, menningarhagfræðingur
Tryggvi Tryggvason, arkitekt FAÍ og lögfræðingur ML
Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður
Bragi Valdimar Skúlason, textahöfundur og hugmyndasmiður
Dóra Ísleifsdóttir, prófessor og fagstjóri í MA námi í hönnun

Stjórnandi dagsins er Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ

Það er Hönnunarmiðstöð Íslands sem stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Að loknu málþingi fer fram afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2016. Smelltu hér til að sjá þau verkefni sem eru í forvali árið 2016.