Fyrirlestrar

Hádegisfyrirlestur í LHÍ | Linda B. Árnadóttir



Miðvikudaginn 13. nóvember flytur Linda Björg Árnadóttir, lektor í fatahönnun, erindið „Mynstraður textíll“. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitekúrdeildar Listaháskólans, SNEIÐMYND- skapandi umbreyting. Fyrirlesturinn fer fram í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A og hefst kl. 12:10. Allir velkomnir.


Í fyrirlestrinum fjallar Linda um eigin verk og þroskasögu sína sem textíl hönnuður. Hún fjallar einnig um hönnun grafíkur á föt, hvaða mynstur virkar vel fyrir fatnað og hvaða grafík á frekar heima á öðrum vettvangi. Við hönnun fatnaðar og efna þarf að hafa í huga að fatnaður er viðbót við líkamann, bætir útlit hans og blekkir augað hvað varðar styrk líkamans og varanleika.

Sneiðmynd - skapandi umbreyting

Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar deildarinnar eigin viðfangsefni og áherslur í starfi og ræða tengsl þess við kennslu og uppbyggingu náms við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl sköpunar við kennslu, hönnun, rannsóknir og þekkingaröflun rædd út frá ýmsum sjónarhornum.

Síðasti fyrirlestur á haustönn:
27. nóvember kl. 12:10

Steinþór Kári Kárason, prófessor í arkitektúr
Inn´í borg - út´í borg