Fyrirlestrar

Höfnin | Innblásturstími 18. apríl á Faktorý



Höfnin er innblásturstími fyrir hönnuði, teiknara, hugsuði, kúnna, vini og alla þá sem hafa áhuga.

Tilgangur kvöldanna er að hittast, spjalla, hugsa og hvetja. Kvöldin eru byggð upp á þremur fyrirlestrum eftir mismunandi einstaklinga úr hönnunargeiranum, allt frá grafískum hönnuðum, vöruhönnuðum yfir í fatahönnuði, myndskreytara, arkitekta o.s.frv.

Næsti innblásturstími verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl kl. 20-01 á Faktorý.