Fyrirlestrar

Hönnuðir hittast | Þátttaka í alþjóðlegum hönnunarhátíðum



Á næsta Hönnuðir hittast ætla þær Helga og Signý í Tulipop og Ingibjörg Hanna að deila reynslu sinni af þátttöku í hönnunarhátíðum erlendis. Fundirnir eru haldnir mánaðarlega og munu að mestu leyti snúast um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. Næsti fundur verður haldin miðvikudaginn 2. október kl. 17.30-19 á Bergsson Mathúsi, Templarasundi 3.

Þær Helga, Signý og Ingibjörg Hanna ætla, út frá sinni sinni reynslu að ræða um eftirfarandi:

Hvað ber að hafa í huga þegar velja skal hátíð til að taka þátt í?
Hvers er hægt að vænta með þátttöku í erlendri hátíð?
Hvað skal varast?
Hvernig getur maður fengið sem mest út úr viðkomandi hátíð?
Hvernig undirbýr maður sig sem best? Hvernig getur HönnunarMars hjálpað?


Einnig verður starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar á staðnum til að svara spurningum um HönnunarMars og þátttöku í hátíðinni.

Hér má lesa grein eftir Helgu í Tulipop sem birtist í Viðskiptablaðinu 26. apríl 2012 og fjallar um þátttöku í erlendum hönnunarhátíðum.
Hér má skoða heimsókn á vinnustofu Túlípop sem var birt í vikunni á bloggi Hönnunarmiðstöðvar.
Hér má skoða umfjöllun og myndir af þátttöku Ingibjargar Hönnu á Maison & Objet í Paris 2012, birt á bloggi Hönnunarmiðstöðvar.

Hér er viðburðurinn á Facebook.

Um Hönnuðir hittast

Hönnunarmiðstöðin stendur fyrir mánaðarlegum opnum fræðslu- og spjallfundum annan veturinn í röð. Efnistaki fundanna er ætlað að vera gagnlegt hönnuðum og miðla hagnýtum upplýsingum um þátttöku í HönnunarMars og taka á viðfangsefnum sem tengjast hönnunarsenunni. Fundirnir verða haldnir mánaðarlega í ljúfu umhverfi Mathúss Bergsson, Templarasundi 3, þar sem hægt er að gæða sér á dýrindis veitingum í leiðinni.

Hönnuðir hittast eru upplagðir fyrir þig ef:
Þú fefur áhuga á því að vera með viðburð á HönnunarMars 2014.
Þú villt fá hagnýtar upplýsingar um þátttöku á HönnunarMars 2014.
Þig langar til að nýta þau tækifæri til fullnustu sem HönnunarMars getur gefið þér.
Þú villt tengast fólki í hönnunargeirnum og/eða bæta tengslanet þitt enn betur
.

Dagskrá fundanna í vetur:
4. sept. | Hönnuðir hittast á ný
2. október | Kynning á erlendum hönnunarhátíðum
6. nóvember | Framsetning verkefna, miðlun og markaðssetning
4. desember | Verkefni í vinnslu fyrir HönnunarMars 2014
-
8. janúar | Þátttaka í kaupstefnunni DesignMatch
5. febrúar | Skráning í dagskrá, spurningar og svör
5. mars | Upptaktur að HönnunarMars, erlendir blaðamenn og samskipti við fjölmiðla
2. apríl | Endurmatsfundur

Verið með í Hönnuðir hittast hópnum á Facebook, hann finnið þið hér.