Fyrirlestrar

Fyrirlestrar | Sneiðmynd- skapandi umbreyting á nýju ári



Í vetur hafa kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans staðið fyrir fyrirlestrarröðinni, Sneiðmynd- skapandi umbreyting. Á fyrirlestrunum kynna kennarar deildarinnar eigin viðfangsefni og áherslur í starfi og ræða tengsl þess við kennslu og uppbyggingu náms við deildina.

Auk þess að fjalla um eigin verkefni eru tengsl sköpunar við kennslu, hönnun, rannsóknir og þekkingaröflun rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Á vorönn hefjast fyrirlestrarnir að nýju og eru umfjöllunarefnin mjög fjölbreytt. Hver fyrirlestur verður kynntur nánar þegar nær dregur.

Fyrirlestrarnir fara fram í Sal A í húsnæði hönnunar - og arkitektúrdeildar að Þverholti 11 og hefjast kl. 12:10, og eru haldnir á miðvikudögum. Allir eru velkomnir.

Dagskrá vorsins:

15. janúar kl. 12.10
Birna Geirfinnsdóttir, lektor og fagstjóri í grafískri hönnun
Heildarmynd

22. janúar kl. 12.10
Halldór Arnar Úlfarsson, umsjónarmaður módelverkstæðis
Að gera án þess að kunna

29. janúar kl. 12.10
Thomas Pausz, aðjúnkt í vöruhönnun
Elastic Editions

12. febrúar kl. 12.10
Katrín Káradóttir, aðjúnkt og fagstjóri í fatahönnun
Ekkert er af engu komið

26. febrúar kl. 12.10
Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr
The Discovery of Architecture

12. mars kl. 12.10
Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti
Lesið í rými

26. mars kl. 12.10
Bryndís Björgvinsdóttir, aðjúnkt í fræðigreinum
Hafsjór af heimildum: Af hverju er gaman að vera til?

9. aprí kl. 12.10
Lóa Auðunsdóttir, aðjúnkt í grafískri hönnun
Hin nýja fagurfræði

30. apríl kl. 12.10
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun
Grafískur heimur