Fyrirlestrar

Masterclass um Astrup Fearnley safnið í OsloDr. Gunnar B. Kvaran er forstöðumaður Astrup Fearnley safnsins í Oslo. Í starfi sínu hefur hann komið að margskonar uppbyggingu safnsins, sem hann mun fjalla um á tveggja daga námskeiði 6. og 7. desember. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa.

Dagskrá:

Fyrsti dagur – Föstudagurinn 6. desember 2013, kl. 10:00 – 15:00.
Staður Oddi, stofa #101, Háskóli Íslands.

Arkitektúr og samtímalist. Ný safnabygging Astrup Fearnley safnsins í Osló. Tilkoma nýrrar byggingar fyrir Astrup Fearnley safnið i Osló sem er teiknað af Renzo Piano. Farið verður yfir aðdraganda, frumdrög og byggingarferli safnsins og gert grein fyrir samvinnu safnafólks og arkitekta. Greint frá móttökum safnsins í norskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Innkaupastefna og safnasýning Astrup Fearnley safnsins. Gerð verður grein fyrir safnaeign Astrup Fearnley safnsins og markmiði þess í tengslum við rannsóknir, innkaup og miðlun. Sérstaklega verður fjallað um opnunarsýningu safnsins, “To be with Art is all we ask” sem byggðist á safnaeigninni.

Annar dagur – Laugardagurinn 7. desember 2013, kl. 10:00 – 15:00.
Staður Oddi, stofa #101, Háskóli Íslands.

Sýningarstjórn og sköpunarferli. Fjallað verður um umfangsmiklar sýningar á alþjóðlegri samtímalist sem Astrup Fearnley safnið hefur átt frumkvæði að á síðastliðnum 10 árum, The Uncertain States of America (2005) sýningarstjórar: Daniel Birnbaum, Gunnar B. Kvaran og Hans Ulrich Obrist, China Power Station (2007) sýningarstjórar: Julia Peyton-Jones, Gunnar B. Kvaran, Hans Ulrich Obrist, Indian Highway (2009) sýningarstjórar: Julia Peyton-Jones, Gunnar B. Kvaran, Hans Ulrich Obrist, Brasil (2013) sýningarstjórar: Gunnar B. Kvaran, Hans Ulrich Obrist og Thierry Raspail og L’Europe des Artistes (2014) sýningarstjórar: Gunnar B. Kvaran, Samuel Keller, Suzanne Pagé og Hans Ulrich Obrist. Rætt um tilurð sýninganna, (rannsóknir, nettworking, upplýsingaöflun, sýningarhugmynd, miðlun) og hugmyndir um “lifrænt sköpunarferli” sýningarstjórnunnar. Ennfremur verður rætt um tengsl milli gerð slíkra sýninga og innkaupa Astrup Fearnley safnsins. Sýningarstjórn og Biennalsýning. Þá verður ennfremur fjallað um hugmyndalegar forsendur og tilurð Lyon Biennalsins í Frakklandi sem opnaði í september 2013 og fjallar um “frásagnir og frásagnaraðferðir”. Sýningarstjóri er Gunnar B. Kvaran.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Háskóla Íslands, hér.