Hönnunarmiðstöð Íslands



Hönnunarmiðstöð Íslands
er kynningar- og upplýsingamiðstöð fyrir íslenska hönnun á Íslandi og erlendis. Meginhlutverk Hönnunarmiðstöðvar er að efla skilning þjóðarinnar á mikilvægi hönnunar fyrir samfélagið og íslenskt efnahagslíf og benda á þá miklu verðmætasköpun sem getur falist í íslenskri hönnun fyrir þjóðfélagið allt.

Hönnunarmiðstöð stuðlar að framgangi íslenskra hönnuða erlendis, enda felast þar stór tækifæri fyrir íslenska hönnun og framleiðsluvörur.

Verkefni Hönnunarmiðstöðvar

Kynning

  • Kynningarmiðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi
  • Vekur athygli á framúrskarandi íslenskri hönnun erlendis
  • Rekur vef á íslensku og ensku um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Stuðlar að faglegri umfjöllun um hönnun og arkitektúr
  • Greiðir fyrir markaðssetningu og útflutningi íslenskrar hönnunar

Ráðgjöf

  • Mótar hönnunarstefnu með stjórnvöldum
  • Veitir hönnuðum ráðgjöf um vöruþróun, framleiðslu, ímyndaruppbyggingu og útflutning
  • Styður sprota- og frumkvöðlafyrirtæki, með takmarkað fjármagn og þekkingu til að koma sér áfram
  • Veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um hönnunartengd verkefni.

Nýsköpun

  • Leiðir hönnuði og fyrirtæki saman í nýsköpunar- og vöruþróunarverkefnum
  • Vinnur að því að auka fjármagn til þróunar hönnunarfyrirtækja

Samstarf

  • Myndar tengsl á milli greina og hvetur til samstarfs og umræðu
  • Stuðlar að auknum mælingum og rannsóknarvinnu varðandi umfang og vöxt hönnunargeirans
  • Ýtir undir fræðslu í markaðsmálum, verkefnastjórnun og framleiðslu

Viðburðir

  • Stendur fyrir fyrirlestrum, sýningum, ráðstefnum og HönnunarMars



Hönnunarmiðstöð Íslands
er í eigu Arkitektafélags Íslands, Félags húsgagna og innanhússarkitekta, Félags íslenskra landslagsarkitekta, Félags vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélags Íslands, Fatahönnunarfélags Íslands, Textílfélagsins, Félags íslenskra gullsmiða og Félags íslenskra teiknara.

Hönnunarmiðstöð Íslands
er rekin fyrir fjárframlög frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Sækja kynningarefni sem PDF