Fyrirlestrar

Fyrirlestur í LHÍ | Fashion Story með Önnu Clausen



Miðvikudaginn 12. nóvember kl.12.10 heldur Anna Clausen, stílisti og kennari við Listaháskóla Íslands erindið Fashion Story í fyrirlestrarröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, SNEIÐMYND í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.

Árið 1997 flutti Anna frá Kaupmannahöfn til London og hóf nám við London College of Fashion og byrjaði ferill sinn sem stílisti. Einstakur stíll Önnu kemur vel fram í verkum hennar fyrir tímaritin Very, Purple, Dazed & Confused, i-D, Nylon, Exit, Kid´s Wear, Lula.

Anna er meðstofnandi og eigandi herrafataverlunnarinnar Belleville í Reykjavík. Anna hefur kennt rannsóknarvinnu við Listaháskóla Íslands síðan 2006 fyrir undirbúning BA verkefna í fatahönnun með áherslu á sögu, stíl og stemmningu.

Fashion Story er fyrirlestur þar sem Anna Clausen mun fjalla um mikilvægi rannsóknavinnu við undirbúning á tískuþáttum og sýna lykilverkefni frá ferli sínum sem stílisti.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Hér má finna viðburðinn á facebook

Sneiðmynd - skapandi umbreyting

Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin hönnunarverkefni og rannsóknir og ræða tengsl þeirra við kennslu í námskeiðum við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl hönnunar, sköpunar og rannsókna, kennslu og þekkingaröflunar rædd út frá ýmsum sjónarhornum.

Við hönnunar- og arkitektúrdeild er boðið upp á nám á fjórum námsbrautum til bakkalárgráðu, í arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun, auk þess sem boðið er upp á meistaranám í hönnun. Áhersla er lögð á að nemendur kunni skil á fræðilegum forsendum hönnunar og geti út frá þekkingu sinni tekið ábyrga afstöðu til umhverfis og samfélags. Nemendur eru stöðugt hvattir til að leita nýrra lausna og leiða og leggja sérstaka rækt við frumleika, ímyndunarafl og gagnrýninn hugsunarhátt og endurspeglast þessi áhersla einnig i í kennslu og rannsóknum kennara. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er bæði fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun hvatt til að mæta.

Viðburður úr röðinni H&A viðburðir 2014-2015