Þýski iðnhönnuðurinn Mareike Gast heldur fyrirlesturinn Tomorrow´s materials í fyrirlestrarröðinni GESTAGANGUR við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, fyrirlestrarsal A. Fyrirlesturinn verður haldinn á miðvikudaginn 5.september kl 12:10.
Þar sem gengið er á efni og auðlindir beinast rannsóknir æ meir að náttúrulegum úrræðum til að svala þorsta iðnaðarins. Þetta hefur oft í för með sér árekstra við fæðu auðlindir.
Oft er litið fram hjá því hvernig nýta megi iðnaðarúrgangur og aukaafurðir. Mikið af dýrmætu efni er hent, en með nútíma tækni væri hægt að nýta þau efni í hátækniiðnað. Þessar og aðrar auðlindir sem nýta má í framtíðar vörur og afurðir verða kynntar í fyrirlestrinum.
Mareike Gast er á Íslandi í boði hönnunar- og arkitektúreildar Listaháskóla Íslands. Þetta er í fjórða sinn sem hún kemur að kennslu á vöruhönnunarbraut Listaháskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.