Fyrirlestrar

Málþing á HönnunarMars | Hönnun fyrir lítil samfélög

 

Alþjóðlegt málþing verður haldið í Hannesarholti þann 28. mars kl. 9.30-13.30 á HönnunarMars 2014 þar sem samfélagshönnum og hönnun fyrir lítil samfélög verður í brennidepli. Skráning á málþingið er hafin, verð kr. 3200 og hádegisverður er innifalinn.

Hvernig er hægt að nota hönnun sem tæki til byggðaþróunar?
Hvernig getur hönnun tengt einstaklinga og samfélög?
Hvernig getur hönnunarferli stuðlað að heilbrigðara samfélagi?
Hvað er samfélagshönnun (e. community design)?
Hvaða niðurstöðum skilar samfélagshönnun?


Leitast verður við að svara ofangreindum spurningum á málþinginu. Þátttakendur fá í hendur verkfæri til að þróa samfélagshönnun innan sinna vébanda.

Þrátt fyrir að fyrirlesarar komi frá mismunandi samfélögum eru aðferðir þeirra við hönnun svipaðar. Þeir vinna náið með hagsmunaaðilum, nota hönnun sem stefnu í byggðaþróun og leita eftir skapandi lausnum á þeim margþættu vandamálum sem lítil samfélög standa oft frammi fyrir.

Aðferðir sem notaðar eru í samfélagshönnun ýta undir sjálfbærni og árangur sem gagnast fyrirtækjum, einstaklingum og umhverfi.

Fyrirlesarar

Daniel Byström frá Designnation og Nässjöakademíunni
Pete Collard frá Designs from Nowhere og Design Museum
Jason Dilworth og Margaret Urban frá Urban of Designers and Forests og State University í New York
Maria Sykes frá Epicenter skjálftamiðju
Lára Vilbergsdóttir frá Make by Þorpið

Fundarstjóri er Garðar Eyjólfsson

Skráning á málþingið fer fram hér.
Verð er kr. 3200 og innfalinn er hádegisverður, greiðist á staðnum.

Hér má finna viðburðinn á Facebook.
Hér má finna viðburinn á honnunarmars.is