Fyrirlestrar

Mannamót | Markaðssetning á netinu




Á fyrsta mannamóti vetrarins, miðvikudaginn 25. september fræðumst við um markaðssetningu á netinu. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags og Andri Már Kristinsson framkævmdastjóri Kansas halda erindi. Mannamót verða síðasta miðvikudag hvers mánaðar í vetur kl. 17-18:30 á Loftinu, Austurstræti 9.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags, hefur mikla reynslu af markaðsmálum en hann starfaði í 10 ár við markaðsrannsóknir hjá Capacent. Kristinn hefur lagt sérstaka áherslu á stafræna miðla í markaðssetningu Sjónlags eins og með nýrri vefsíðu, notkun samfélagsmiðla og leitarvélamarkaðssetningar. Kristinn mun deila reynslu sinni af því hvernig hann kynntist markaðssetningu á netinu, hvernig hann hefur nýtt sér hana og hverju það skilaði.

Andri Már Kristinsson, framkvæmdastjóri Kansas, sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Áður starfaði hann í tvö ár hjá Google í Dublin en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins fyrir Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd. Snjallsímavæðingin er sú mest vaxandi í sögu miðla en er markaðsfólk á Íslandi að nýta sér þennan miðil í markaðssetningu? Andri mun spjalla um stöðu og tækifæri markaðssetningar gagnvart snjallsíma- og spjaldtölvunotendum á Íslandi.

( Kristinn og Andri eru fyrstu feðgarnir sem tala á Mannamóti )

Um Mannamót

Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.

Mannamót munu vera aftur í vetur enda voru þau virkilega skemmtileg og vel heppnuð síðasta vetur. En það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Hvar: Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30


Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð Íslands, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.