Gísli B. Björnsson heldur fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um merki, sunnudaginn 27. janúar kl. 14. Þar mun hann leitast við að svara spurningum um hvað einkenni góð merki og að hverju hönnuðir þurfi að huga, við hönnun merkja. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til við hönnun þeirra.
Á langri starfsævi hefur Gísli unnið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi ásamt því að hafa hannað sjálfur mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka eða stofnana eða í samvinnu við samstarfsfólk sitt. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar. Gísli hefur kennt grafíska hönnun óslitið í fimm áratugi og verið óþreytandi í því að efla fagvitund og ábyrgð í grein sem í dag er orðin ein stærsta hönnunargreinin á Íslandi. Vandvirkni og sjálfsgagnrýni hafa ávallt verið leiðandi stef í allri vinnu Gísla.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.
Yfirlitssýningin „Fimm áratugir í grafískri hönnun“ sem sýnir verk Gísla B. stendur til 3. Mars
Nanari upplysingar á
www.honnunarsafn.is
Verið velkomin!