Fyrirlestrar

Lýðheilsa og skipulag | Fyrirlestraröð um skipulagsmál



Nú er komið að lokadeginum í þriggja daga málþinginu "Lýðheilsa og skipulag" !!
Síðustu tvo miðvikudaga voru flutt áhugaverð og fræðandi erindi sem gáfu
af sér mjög skemmtilegar og lifandi umræður.

Forsaga málþingsins er að á HönnunarMarsi 2009 var haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þriggja daga
málþing sem bar sama heiti.  Vegna fjölda áskorana var ákveðið að endurtaka leikinn.

Flytjendur nk. miðvikudag 28. april eru:

Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi
Arnar Þór Jónsson arkitekt,
Kolbrún Þóra Oddsdóttir landslagsarkitekt
Magnús Jensson arkitekt
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir B.Sc. líffræði og MPH nemi
Egill Guðmundsson arkitekt
Kristín S. Jónsdóttir arkitekt/umhverfisfræðinemi
Árni Davíðsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna.

Málþingið er haldið af Arkitektafélagi Íslands í samstarfi við Félag íslenskra landslagsarkitekta,
Umhverfisráðuneytið og Norræna húsið.

Sjá heimasíðu Arkitektafélags Íslands: www.ai.is