Fyrirlestrar

Ráðstefna | Hugarflug




Listaháskóli Íslands efnir til ráðstefnu um tengsl listsköpunar og rannsókna. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir samtal akademískra starfsmanna skólans, stundakennara og annarra starfandi listamanna, hönnuða og fræðimanna um rannsóknir á sviðinu.

Ráðstefnan er sú fyrsta í árlegri röð Hugarflugs, þar sem varpað verður ljósi á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir og efnistök í þekkingarsköpun og –miðlun í listum og hönnun. Hún er mikilvægur liður í uppbyggingu listrannsókna við skólann og býður upp á tækifæri til umræðna, tengslamyndunar og almennrar miðlunar á þeim rannsóknum sem eiga sér stað á sviðinu.

Á dagskrá eru 12 málstofur með um 40 erindum sem á einn eða anna hátt fjalla um snertifleti rannsókna og listsköpunar, m.a. út frá myndlist, arkitektúr, sviðslistum, hönnun, tónlist, listkennslu, heimspeki, kyngervi, menningarstjórnun og sjálfsmyndum.

Ráðstefnan fer fram í nýju húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar, Þverholti 11, kl. 9-17.15.


Dagskrá, ásamt útdráttum erinda, má sjá á nýjum og endurbættum vef skólans: http://lhi.is/skolinn/rannsoknir/hugarflug/

Nánari upplýsingar gefur Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknaþjónustu LHÍ s. 699 7066