Fyrirlestrar

Nýr Farvegur | Dagskrá ráðstefnunnar



Dagskrá á Nýjum farvegi - ráðstefnu um hönnunarstefnu Íslands Hörpunni, 26. ágúst 2011

09:30

Harpa opnar - skráning, kaffi

10:00

Sigurður Þorsteinsson Design Group Italia - formaður stýrihóps um hönnunarstefnu Íslands opnar ráðstefnuna

10:20
  
Jan R. Stavik - hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins.
Grímur Sæmundssen - Bláa lónið
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt - Bláa lónið og Sundlaugin á Hofsósi
Gunnar Hilmarsson - Andersen&Lauth og Magni Þorsteinsson - KronKron
Halla Helgadóttir - Hönnunarmiðstöðin

12:00

Hádegismatur

13:00

Dori Tunstall - hönnunarmannfræðingur, skipulagði og kom mótun hönnunarstefnu Bandaríkjanna af stað.
Jóhannes Þórðarson - Listaháskóli Íslands
Marina Candi - Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum
Hilmar Janusson - Össur

14:10

Kaffihlé

14:20

John Thackara - rithöfundur, fyrirlesari og ritstjóri. John hefur verið áhrifamikill í umræðunni um tengsl hönnunar við samfélag, umhverfi og efnahag síðan á áttunda áratugnum.
Sigríður Sigurjónsdóttir - Stefnumót hönnuða og bænda.
Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir - vöruhönnuðir.
Andri Snær Magnason - rithöfundur.

15:45

Samantekt

16:00
    
Panelumræður - Sigríður Sigurjónsdóttir stýrir
John Thackara, Jan Stavik, Dori Tunstall,
Marina Candi, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Orri Hauksson,
Hermann Ottósson, Hilmar Janusson, Jóhannes Þórðarson

16:40

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra lokar ráðstefnunni

17:00

Kokteill

Verð á ráðstefnuna er 4.500 kr og er hádegisverður og kokteill innifalinn. Skráning fer fram á midi.is


Nánar um fyrirlesarana:

John Thackara er rithöfundur, fyrirlesari og ritstjóri vefsins Doors of Perception. John hefur verið áhrifamikill í umræðunni um hönnun, samfélag og umhverfi. Hann skrifaði bókina In the Bubble: Designing in a Complex World þar sem hann varpar ljósi á þá sóun sem á sér stað í framleiðsluferlum og lifnaðarháttum nútímans en bendir jafnframt á fjölmörg verkefni þar sem breytingar eru þegar að eiga sér stað. Hann tekur jákvæðan pól í hæðina og telur hönnun geta verið lykilatriði í átt að þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað ásamt því að styrkja efnahagslegan árangur þjóða og fyrirtækja. www.thackara.com

Dr. Elizabeth (Dori) Tunstall prófessor í hönnunarmannfræði við Swinburne háskólann í Melbourne. Dori fjallar um hönnun og samfélag. Hvernig hönnun umbreytir mannlegum gildum í áþreifanlegan veruleika og skiptir þannig miklu máli í mótun samfélaga. Dori skipulagði og ýtti af stað mótun hönnunarstefnu Bandaríkjanna. www.dori3.typepad.com/

Jan Stavik er hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins (Norsk Design). Norðmenn hafa unnið ötullega að eflingu hönnunar undanfarin áratug og vinna nú að sinni þriðju hönnunarstefnu. Hönnunarráðið hefur það hlutverk að auka tiltrú á mikilvægi hönnunar í fyrirtækjum landsins og efla notkun hönnunar í nýsköpunarþróun. Og þannig stuðla að auknum gæðum og samkeppnishæfni. Jan hefur verið forstjóri BEDA (The Bureau of European Design Associations) síðastliðið 4 ár og hefur unnið að samþættingu hönnunar í nýsköpunarstefnu Evrópusambandsins. www.norskdesign.no/

Marina Candi verkfræðingur og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum. Marina varði nýverið doktorsritgerð sína frá Copenhage Business School, þar sem hún rannskaði útbreiðslu og notkun fagurfræðilegrar hönnunar við þjónustunýsköpun í nýjum tæknifyrirtækjum. www.onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1540-5885.2010.00770.x/abstract