NÝ NORRÆN BYGGINGARLIST
Signe Kongebro arkitekt fjallar um sýn Henning Larsen architects á
vistvæna hönnun í fyrirlestraröð um byggingarlist sem fram fer
fimmtudaginn 6. október kl. 20 í Norræna húsinu.
Henning Larsen architects vann nýverið samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München.
Henning Larsen Architects er margverðlaunuð dönsk teiknistofa sem starfað hefur allt frá árinu 1959, en má teljast orðið alþjóðlegt fyrirtæki þar sem í dag eru bæði útibú og verkefni í yfir 20 löndum. Mikil áhersla er lögð á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir, samanber sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem Signe Kongebro arkitekt og meðeigandi í stofunni er deildarstjóri fyrir.
Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en m.a. verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best.
Teiknistofan hefur nýlega komið að stórum verkefnum á Íslandi, meðal annars Háskólanum í Reykjavík og tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.
Sjá nánar á
www.norraenahusid.is